• Aðalfundur 2020 Hafnargata 37 2.júní

   

  Aðalfundur 2020

   

  Aðalfundur Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur

  haldinn Þriðjudaginn 2.júní  í húsi félagsins að

   Hafnargötu 37  kl: 20:00

                                 Fundarefni:

   

  Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
  Kosning stjórnar.
  Venjuleg aðalfundarstörf.
  Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs.


  Lesa allt..


 • Frír aðgangur að námskeiðum

   

  Frír aðgangur að námskeiðum

  Allt sem hugurinn girnist, bæði starfsmiðuð námskeið og almenn námskeið, árs áskrift eða stök námskeið. Endilega skoðaðu framboðið og sjáðu hvort eitthvað hittir í mark hjá þér!

   

  Sjóðirnir hafa gert samninga við eftirtalda aðila:

   

  https://www.mognum.is/ (Mögnum)

  https://taekninam.is/ (Tækninám)

  https://frami.is/  ...


  Lesa allt..


 • Sumarbúðstaðir 2020 Útilegiukort/veiðikort

  Búin að setja inn vikurnar sem eru lausar í Ölfusborgum og Flókalundi.
  Hægt að panta í síma 4567108 eða að senda póst á vsb@simnet.is.
  Einnig er komið til sölu útilegukortið kr:12.900
  Veiðikortið á kr:6.000.
   


  Lesa allt..


 • Sjómennt – rýmkaðar reglur

  Sjómennt – rýmkaðar reglur og full fjármögnun

   

  Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Sjómenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur vegna styrkveitinga og bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu.

  Átakið gildir frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma.

  Nánari útfærsla á ...


  Lesa allt..


 • Sumarbúðstaðir 2020

   

   

  Ölfusborgir og Flókalundur er komin á bókunarsíðuna.
  Lausar vikur eru merktar hvítar.
  Sendið póst á vsb@simnet.is til að panta búðstað.
   


  Lesa allt..


 • Krísur og katastrófur sjálfsstýring á sérstökum tímum

   

  Þetta námskeið er frítt fyrir félaga í Verkalýðs og sjómannafélagi Bolungarvíkur.

  https://www.frmst.is/namskeid/tomstundir/Krisur_og_katastrofur__sjalfsstyring_a_serstokum_timum_2/

   


  Lesa allt..


 • Skrifstofan 31.mars

   

  Heimsóknarbann verður á skrifstofunni í óákveðin tíma.

  Svarað verður í síma milli kl:9 til kl:12 alla virka daga. Sími 8472190

  Einnig er hægt að senda póst  á vsb@simnet.is

  Minni á heimasíðuna vsbol.is Þar er að finna fréttir og eyðublöð.

   

  Kveðja Hrund


  Lesa allt..


 • Kosning ríkissamninga hafin.

   

  Atkvæðagreiðsal verður rafræn í ár. Hún hefst 19.mars kl:12:00 og lýkur 26.mars kl:16:00.
  Endilega nýtið rétt ykkar.

  http://https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/
   

   


  Lesa allt..


 • Kjarasamningar við ríkið

   

  Í dag, 20. mars kl. 12:00, opnar rafræn kosning um kjarasamning SGS og ríkisins, og stendur kosningin til 26. mars kl. 16:00.

  Kynningarbæklingur er í prentun og berst öllum sem skráðir eru á kjörskrá innan tíðar.

  Kynningu á samningnum er að finna á upplýsingasíðu SGS 

  https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/

  Myndband um kynninguna er ...


  Lesa allt..


 • Samningur sveitafélaganna samþykktur.

  Samningur 17 SGS félaga við sveitarfélögin samþykktur

  Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir starfsmenn sveitarfélaga liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta.

  Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 16 félaga um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 3. til 10. febrúar. ...


  Lesa allt..


 • Atkvæðagreiðsla hafin

  Nú er búið að opna fyrir atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings SGS og sveitarfélaganna og verður atkvæðagreiðslan opin til kl. 12:00 sunnudginn 9. febrúar
  Einnig er hægt að kjósa á skrifstofunni..
   


  Lesa allt..


 • Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna 2020 - 2023

  Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin

  Starfsgreinasambandið hefur útbúið upplýsingasíðu þar sem sjá má hvað nýr kjarasamningur við sveitarfélögin inniheldur. Á síðunni er m.a. hægt kynna sér helstu atriði samningsins, samninginn í heild sinni og upplýsingar um atkvæðagreiðsluna. Félagsmenn sem starfa skv. umræddum samningi eru hvattir til að að kynna sé samninginn vel og nýta atkvæðisrétt sinn, en atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar næstkomandi.


  Lesa allt..


 • Starfsgreinasamband Íslands og sveitarfélögin skrifa undir kjarasamning

   

  Starfsgreinasamband Íslands og sveitarfélögin skrifa undir kjarasamning

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.

  Helstu atriði samningsins eru sem hér segir:

  Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á ...


  Lesa allt..


 • Opnunartími 19-2 janúar

  Opnunartíminn yfir jól og áramót.

  Fimmtudagurinn 19.desember lokað.

  Fötudagurinn 27.desember lokað.

  Verð með opið milli kl:10-12 mánudaginn 30.desember.

  Venjulegur opnunartími verður 2 og 3 janúar á nýju ári.


  Lesa allt..


 • Skrifstofan í dag föstudaginn 13.des

  Skrifstofan lokar í dag kl:11.30 vegna formannafundar


  Lesa allt..


 • Skrifstofan verður lokuð

  Vill minna á að skrifstofan verður lokuð föstudaginn 22.nóvember til 3.desember.
  Þeir sem eru með íbúðirnar í þessari viku endilega sækið lykla sem fyrst.
  Ef eitthvað er áriðandi er hægt að senda póst á vsb@simnet.is
   


  Lesa allt..


 • Ályktun í tilefni af kvennafrídeginum.

  Ályktun í tilefni af kvennafrídeginum Þing Starfsgreinasambandsins samþykkti 24. október 2019. Starfsgreinasamband Íslands minnist þess að 44 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á ómetanlegu vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilum. Því miður hefur þróunin í átt til kynjajafnréttis verið hæg frá því fundurinn var haldinn fyrir ...


  Lesa allt..


 • Fréttatilkynning

  Fréttatilkynning frá Eflingu – stéttarfélagi og Starfsgreinasambandi Íslands. 28. október 2019. SGS og Eflingu barst núna eftir hádegið bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt var að sveitarfélögin hefðu einhliða ákveðið að vísa yfirstandandi kjaradeilu til Ríkissáttasemjara. Ástæðan sem tilgreind er og vísað til er ályktun sem samþykkt var í tilefni af kvennafrídeginum á þingi SGS í síðustu viku. Þar var meðal annars var fjallað um stöðu ófaglærða verkakvenna og ...


  Lesa allt..


 • Skrifstofa

  Skrifstofan verður lokuð í næstu viku. 22-25 október.
  Þeir sem eru að fara í íbúðirnar á þessum tíma vinsamlega sækið lykla í þessari viku.
  Ef eitthvað er vinsamlega sendið póst á vsb@simnet.is
   


  Lesa allt..


 • ATH ATH skrifstofan

  Skrifstofan verður lokuð á morgun föstudaginn 27.september.

  Ef eitthvað má ekki bíða endilega sendið póst á vsb@simnet.is


  Lesa allt..


 • Samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar milli Starfsgreinasambandsins, Eflingar - stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritað

  Samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar milli Starfsgreinasambandsins, Eflingar - stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritað

  Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar - stéttarfélags hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi. Jafnframt drógu SGS og Efling - stéttarfélag til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara.

  Þann 1. október 2019 verður ...


  Lesa allt..


 • Breyting á verðskrá orlofsíbúða

  Frá og með 1.september munum við breyta leigu á íbúðunum. Leigan mun alltaf miðast við 3.sólahringa að  lágmarki. Lín verður innifalið í leigunni.

   

  Verðskrá orlofshúsa og íbúða félagsins.

  Funalind 13. 4 herb. Íbúð.

  Vikuleiga:          30.000 kr.

  Helgarleiga:      20.000 kr.

  3.sólarhr.          18.000 kr.

  1. viðbótar sólahr.   6.000 kr.

   

  Lómasalir 6-8 3 ...


  Lesa allt..


 • Banna ein­­greiðslur til fé­lags­manna SGS

  Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur greint sveitarfélögum landsins frá því að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins (SGS) eingreiðslu sem sambandið hefur farið fram á. Þetta kemur fram í tölvupósti sem SÍS sendi á sveitarfélögin og Fréttablaðið hefur undir höndunum.

  Blátt bann við eingreiðslum

  Aðrir starfsmenn sveitarfélaganna, sem ekki eru félagsmenn í SGS, fá hins vegar eingreiðsluna sem fylgir endurskoðun ...


  Lesa allt..


 • Opnunartími á skrifstofu vegna sumarleyfa.

  Ath.

  Skrifstofan verður opin Þriðjudaginn  9.júlí frá kl:11-12

  Lokað verður 10 júlí-12 júlí

   

   

  Ef eitthvað endilega sendið póst á vsb@simnet.is


  Lesa allt..


 • Kjaramál

  Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), ásamt Eflingu stéttarfélagi, átt í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem vinna hjá sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg.

  Það er skemmst frá því að segja að viðræðurnar hafa gengið bæði hægt og illa. Sérstaklega steytir á í lífeyrismálum en sveitarfélögin hafa ekki staðið við fyrirheit um að jafna lífeyrisréttindi milli félagsmanna BSRB og félagsmanna SGS og Eflingar innan ...


  Lesa allt..


 • Kjaramál


  Forsvarsmenn Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar segja það með öllu ólíðandi að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga semji ekki við SGS og Eflingu um sömu greiðslur og aðrir munu fá þann 1. ágúst næstkomandi. Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasambandið, ásamt Eflingu, átt í kjarasamningaviðræðum við SÍS.

  „Það er skemmst frá því að segja að viðræðurnar hafa gengið bæði hægt og illa,“ segir í tilkynningu frá SGS og Eflingu. Sérstaklega steytir á í ...


  Lesa allt..


 • Samninganefnd SGS og Samninganefnd ríkisins hafa komist að samkomulagi um að endurskoða viðræðuáætlun milli aðila og stefna að því að ljúka kjarasamningi fyrir 15. september næstkomandi.Meginástæðan fyrir þessari framlengingu er sú að á vettvangi heildarsamtaka launafólks er nú verið að ræða launaþróunartryggingu, breytt fyrirkomulag vinnutíma og fleiri veigamikil atriði. Þessi vinna hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og því er þessi endurskoðun nauðsynleg.

  Jafnframt hefur náðst samkomulag um að vegna þess hve ...


  Lesa allt..


 • Starfsgreinasamband Íslands og Efling vísa kjaradeilu við Samband Íslenskra sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara


  Fréttatilkynning frá SGS og Eflingu 28. maí.
   
  Starfsgreinasamband Íslands og Efling vísa kjaradeilu við Samband Íslenskra sveitarfélaga til  Ríkissáttasemjara
  Viðræður Starfsgreinasambandsins og Eflingar – stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa aðilar átt 5 formlega fundi. Fyrir utan kröfugerð aðila um eðlilegar kjarabætur í samræmi við samninga á almenna markaðnum og önnur mál, hafa verkalýðsfélögin krafist þess að Samband ...


  Lesa allt..


 • Opnunartími á skrifstofu vegna sumarleyfa.

  Opnunartími í maí og júní.

   

  Föstudaginn 31.maí lokað vegna samningarvinnu.

   

  4.júní til 7.júní verður opið milli kl:10:00-12:00

  12.júní til 14.júni verður opið milli kl:10:00-12:00

  Þriðjudaginn 18.júni verður einnig lokað.

  Eftir það er vanaleg opnun.

   

  Ef það er áríðandi er hægt að senda póst á vsb@simnet.is

  Einnig er hægt að ná í Öldu í síma 8637108


  Lesa allt..


 • Aðalfundur 2019

  Aðalfundur 2019.

   

  Aðalfundur Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur

  haldinn Fimmtudaginn 23.maí í húsi félagsins að         Hafnargötu 37  kl: 19:30

                                 Fundarefni:

   

  Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
  Venjuleg aðalfundarstörf.
  Önnur mál.

   

   

  Stjórnin.


  Lesa allt..


 • Skrifstofan

  Skrifstofan verður lokuð á morgun vegna fundar.


  Lesa allt..


 • Námskeið í mannauðsstjórnun 9. maí

  Námskeiðið hefst 9. maí 2019. Frítt fyrir starfsmenn ríkis- og sveitafélaga sem greiða í Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur.

  Markmið námskeiðsins er að kenna undirstöðuatriði í mannauðsstjórnun og gera þátttakendum grein fyrir mikilvægi mannauðsstjórnunar sem hluta af rekstri fyrirtækja og stofnana. Að styrkja stjórnendur í því ábyrgðarhlutverki að vera með mannaforráð.

  Áhersla er lögð á að gera þátttakendum kleift að yfirfæra það ...


  Lesa allt..


 • 1. Maí kaffi

  Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur

  Býður öllum í kaffi í félagsheimilinu í Bolungarvík

                  1 maí n.k

            Kaffið hefst kl:14:00

   

                                            Dagskrá:

                                            ...


  Lesa allt..


 • Kosningu lýkur kl:16.00 í dag

  Minni á að kosning um nýjan kjarasamning líkur kl:16.00 í dag.

  Endilega notið kosningarrétt ykkar.


  Lesa allt..


 • Upplýsingarsíða um nýja kjarasamninginn.

  Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins verður með rafrænum hætti og fer fram frá kl. 13:00 föstudaginn 12. apríl til kl. 16:00 þriðjudaginn 23. apríl nk. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar 24. apríl. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna eru væntanlegar.

  https://www.sgs.is/kaup-kjor/kjarasamningar/kjarasamningar-2019/

  Broszura

  Umowa zbiorowa mająca na celu polepszenie standardu życia społeczeństwa w latach 2019–2022


  Lesa allt..


 • Kjarasamningar

  Heil og sæl

  Í þessu stutta hlaðvarps-spjalli sem hér fylgir fara Henný Hinz og Róbert Farestveit, hagfræðingar hjá ASÍ, yfir helstu atriði kjarasamninganna sem undirritaðir voru 3. apríl. Þau sem vilja, geta notað þetta sem einn lið í kynningu á samningunum.

   

  Til að hlusta á viðtalið í Hlaðvarpi ASÍ smellið hér


  Lesa allt..


 • Kynning á kjarasamningum

  Mánudaginn 15.apríl kl:18.00.

  Munum við kynna nýja kjarasamninginn.

  Fundastjóri verður Magnús Már Jakobsson.

   


  Lesa allt..


 • Kynningarbæklingur SGS

  SGS gaf út kynningarbækling í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings, en hann inniheldur upplýsingar um helstu atriði samningsins. Bæklingurinn var sendur út í pósti samkvæmt kjörskrá.

  Bæklinginn er hægt að nálgast með því að SMELLA HÉR!


  Lesa allt..


 • Slit á kjaraviðræðum.

  Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Síðastliðin föstudag samþykkti samninganefnd Starfsgreinasambandsins einróma að ef ekki kæmu fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins um helgina hefði viðræðunefnd sambandsins fulla heimild til þess að slíta kjaraviðræðum. Engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafa komið fram frá Samtökum atvinnurekenda.

  Því hefur ...


  Lesa allt..


 • ATH ATH

  5. MARS 2019

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands samþykkti eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu á fundi sínum fyrr í dag:

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfall félaga okkar í Eflingu sem boðað er 8. mars nk. Um leið hvetjum við félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins til þess að ganga alls ekki í störf félagsmanna Eflingar komi til verkfalls.


  Lesa allt..


 • Skrifstofan

  Því miður verður skrifstofan lokuð í þriðjudaginn 5.mars. Og mjög líklega 6.mars.

  Vegna fundar í kjaradeilu.


  Lesa allt..


 • Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands skorar á sveitarfélög landsins að standa undir þeirri ábyrgð sem þau bera vegna kjarasamninga. SGS krefst þess að sveitarfélögin haldi aftur af kostnaðarhækkunum og hækkunum á  margvíslegum þjónustugjöldum og velti ekki auknum kostnaði yfir á almennt launafólk.Sjálfvirkar hækkanir á fasteignagjöldum í fjölmörgum sveitarfélögum eru algerlega óásættanlegar og bitna harðast á þeim sem síst skyldi.

  Það þurfa allir í samfélaginu að taka höndum saman um ...


  Lesa allt..


 • Skrifstofan

  Því miður verður skrifstofan lokuð í dag 27febrúar.

  Vegna fundar í kjaramálum.

  kv.Hrund


  Lesa allt..


 • Annasamir dagar

  Það hafa verið nokkuð annasamir dagar hjá forystufólki Starfsgreinasambandsins undanfarið. Eitt af þeim atriðum sem skipta miklu máli er að halda félagsmönnum okkar og almenningi upplýstum um gang mála í viðræðunum. Að loknum fundi viðræðunefndar SGS með Samtökum atvinnulífsins í gær þar sem samþykkt var að vísa kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara skýrði formaður SGS, Björn Snæbjörnsson, þá ákvörðun og stöðuna almennt fyrir spenntum fjölmiðlamönnum.


  Lesa allt..


 • SGS vísar kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara

  Starfsgreinasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa átt í viðræðum um nýjan kjarasamning frá því í október 2018. Á þeim tíma hafa aðilar átt tæplega 80 fundi um sértæk mál, sem og hátt í 30 fundi viðræðunefnda SGS og SA, um forsendur og innihald nýs kjarasamnings.

  Ýmislegt hefur þokast áfram á undangegnum vikum í einstökum málum og umræðugrundvöllur til staðar á öðrum sviðum. Þrátt fyrir það er það mat viðræðunefndar Starfsgreinasambandsins að nú ...


  Lesa allt..


 • Jólaopnun.

  Skrifstofan verður lokuð 19.-28.desember.
  Þeir sem eiga pantaðar íbúðir á þessum tíma eru vinsamlega beðnir um að sækja lykla fyrir þann tíma.
  Jólakveða Hrund


  Lesa allt..


 • Opnunartími skrifstofu.

  Skrifstofan verður lokuð föstudaginn 19.október n.k.

  Einnig verður lokað 24-26.október. Þá er ASÍ þing.

  Ef það er áríðandi er hægt að hringja í

   síma 863-7108 Hrund.


  Lesa allt..


 • Kjörstjórn

  Verkalýðs og Sjómannafélag Bolungarvíkur.

  Auglýsing

  Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur hefur ákveðið að viðhöfð skuli allsherjar atkvæðisgreiðsla við kjör stjórnar, trúnaðarráðs, stjórnar sjúkrasjóðs og fastra nefnda fyrir félagið við kosningu fyrir árin 2018 og 2020

  Listi með meðmælum 15 fullgildra félaga ber að skila til  Baldurs Ingimarsson Holtastíg 2 Bolungarvík, eða á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 10. ...


  Lesa allt..


 • Sumarfrí

  Skrifstofan verður lokuð eftirfarandi daga í júlí og ágúst vegna sumarleyfa.

   

  17-18 júlí.

  7-10 ágúst.

  14-17 ágúst.


  Lesa allt..


 • Fundur í stjórn og trúnaðarráði

  Verkalýðs og Sjómannafélag Bolungarvíkur

   

  Fundur í stjórn  og trúnaðarráði mánudaginn 2.júlí 2018

  Kl:19:30.

  Fundarefni: Tillaga um að viðhöfð skuli allsherjar atkvæðagreiðsla við kjör stjórnar,trúnarðaráðs,stjórnar sjúkrasjóðs og fastra nefnda fyrir félagið við kosningu fyrir árin 2018 til 2020.

  Þeir sem eru boðaðir á fund eru eftirtaldir:

  Trúnaðarráð  aðalmenn : ...


  Lesa allt..


 • Aðalfundur 2018

   

  Verkalýðs og Sjómannafélag Bolungarvíkur

   

   

   

  Aðalfundur 2018.

   

  Aðalfundur Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur

  haldinn Þriðjudaginn 10. júlí í húsi félagsins að         Hafnargötu 37  kl: 19:30

   

   Fundarefni:

  Inntaka nýrra félaga.

  Venjuleg aðalfundarstörf.
  Önnur mál.

   

   

  Stjórnin


  Lesa allt..


 • Orlofshús

  Ölfusborgir:

  18.maí -25.maí   Frátekin

  1.júní til 8.júní   Frátekin

  15.júní til 22.júní   Frátekin

  29.júní tl 6.júlí   Frátekin

  13.júlí til 20.júlí   Laus

  27.júlí til 3.ágúst   Laus

  10.ágúst til 17.ágúst   Laus

  24.ágúst til 31.ágúst   Laus

  7.sept til 14.sept   Frátekin

   


  Lesa allt..


 • Breytt verðskrá

  Ný verðskrá á orlofshúsum okkar tekur gildi 01.05.2018.

  Funalind og Lómasalir

  Vika: 26000 kr

  Sólarhringur: 5500 kr

  Lín: 800 kr

   

  Flókalundur/Ölfusborgir/Stráksmýri

  Flókalundur

  vika: 21000 kr

  Ölfusborgir

  Vikan: 25000 kr

  Stráksmýri 2

  Vikan : 22000 kr


  Lesa allt..


 • Leiðréttur kauptaxti hjá ríkisstarfsmönnum.

  Eins og áður hefur verið greint frá þá var skrifað undir samkomulag í desember síðastliðinn um launaþróunartryggingu vegna starfsfólks hjá ríkinu, en samkvæmt tryggingunni hækka laun ríkisstarfsmanna innan aðildarfélaga SGS um að meðaltali 1,8% afturvirkt frá 1. janúar 2017. Síðastliðinn föstudag undirritaði SGS svo samkomulag við ríkið um hvernig hækkunin verður nýtt. Samkvæmt samkomulaginu eru allir starfsmenn færðir í 6. þrep launatöflunnar, sem er efsta þrepið og taflan hækkuð öll um 1%. Þetta gerir ...


  Lesa allt..


 • LAUN RÍKISSTARFSMANNA HÆKKA UM 1,8% AFTURVIRKT frá 1.janúar 2017

  Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið á almenna vinnumarkaðnum nýtist líka starfsfólki hjá hinu opinbera.

  Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir: „Þetta ...


  Lesa allt..


 • Opnunartími

  Ákveðið hefur verið að opnunartími skrifstofunnar verði einungis á morgnanna þar sem opnunartími eftir hádeigi á þriðjudögum hefur ekki verið nýttur.

  Opnunartími verður því þriðjudaga til föstudaga frá kl:09:00-12:00

   


  Lesa allt..


 • Jólakveðja og opnunartími

  Kæru félagsmenn. Bestu óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Opnunar tíminn milli hátíðanna verður eftirfarandi. Fimmtudag 28 des frá kl:09-12 Föstudaginn 29 des frá kl:09-12

  Lesa allt..


 • Nám á vorönn 2018

  www.smennt.is

  Nám á vorönn - í samstarfi við EHÍ

  Fræðslusetrið Starfsmennt hefur um árabil boðið aðildarfélögum að sækja fjölbreytt úrval námskeiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Um tiltekin starfstengd námskeið er að ræða og er sætafjöldi takmarkaður þannig að áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráning fer fram á vef Starfsmenntar. 

  Á vorönn 2018 greiðir Starfsmennt þátttökugjöld á eftirtalin námskeið fyrir sína aðildarfélaga. 


  Lesa allt..


 • Veiðikortið 2018

  Hin sívinsælu veiðikort eru að detta í hús.
  Gott að setja í jólapakkann fyrir veiðiáhugafólk.

  Verðið er aðeins 5300 kr.

   


  Lesa allt..


 • Opnunartími

  Nýr opnunartími er sem hér segir

  þrið-föst 09-12

  þriðjudaga er einnig opið frá 15-17


  Lesa allt..


 • Lyftaranámskeið.


  Lyftaranámskeið

  Námskeið í stjórn og meðferð GAFFALLYFTARA verður haldið á Ísafirði
  Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12
  26. og 27. október 2017.
  (tveggja daga námskeið).
  Ef næg þátttaka fæst.
  Námskeiðsgjald kr 24.000
  Skráning og upplýsingar í síma 550-4600.
  https://skraning.ver.is/skraning.aspx?nid=14150
  Einnig í netfang vinnueftirlit@ver.is
  Vinnueftirlitið,
  Athugið að félagið styrir þetta námskeið.
   


  Lesa allt..


 • Opnunartími

  Á næstu vikum verður opnunartíma breytt á skrifstofunni. Endilega fylgist með.


  Lesa allt..


 • Lausar vikur sumarið 2017 í sumarbústöðum

  Komið er inná heimasíðuna lausar vikur í sumarbústöðum okkar í Ölfusborgum og Flókalundi.  Það er flipi undir Orlofssjóður


  Lesa allt..


 • 1. Maí kaffi

  Verkalýðs-og sjómannafélag Bolungarvíkur býður bæjarbúum í kaffi og meðlæti þann 1.maí kl 14:30 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

  8 og 9 bekkur Grunnskólans sjá um veitingarnar.

   

  Dagskrá:

  Tónlistarskóli Bolungarvíkur sér um söng og tónlist.

  Hjörtur Traustason og Bjarki Einarsson syngja nokkur lög

   


  Lesa allt..


 • Umsókn um verkfallsstyrk sjómanna

  Sjómenn sem eru í verkfalli geta sótt um verkfallsstyrk með því að prenta út umsókn um styrk úr verkfallssjóði sem er undir eyðublöð á síðunni og senda til félagsins.


  Lesa allt..


 • Kosning um kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

  Til að kjósa um kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þá vinsamlegast farið inn á linkinn hér að neðan:

  https://kjosa.vottun.is/home/vote/3


  Lesa allt..


 • NÝ OG BREYTT NÁMSSKRÁ FYRIR FISKVINNSLUFÓLK

  Eftir langt og strangt vinnuferli staðfesti Menntamálastofnun nýverið nýja og breytta námsskrá vegna grunnnámskeiða fiskvinnslufólks, en námskráin var þróuð af Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Nýja námsskráin hefur í för með sér talsverðar breytingar. Meðal þeirra má nefna að bóklega kennslan verður samtals 48 klukkustundir  (var áður 40 klst á grunnnámskeiðum og 8 klst. á viðbótarnámskeiðum) og kröfu um að viðkomandi hafi staðfestingu ...


  Lesa allt..


 • FÉKKST ÞÚ LAUNAHÆKKUN UM SÍÐUSTU MÁNAÐARMÓT?

  Nýr kjarasamningur aðildarsamtaka ASÍ við SA frá 21. janúar 2016 var samþykktur þann 24. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt nýjum samningi kemur 6,2% almenn launahækkun, að lágmarki kr. 15.000 á mánuði, í stað 5,5% launaþróunartryggingar.  Launahækkunin gildir frá 1. janúar 2016 í stað 1. maí 2016, sem þýðir að leiðrétta þarf laun fólks aftur í ...


  Lesa allt..


 • Nýr kjarasamningur aðildasamtaka ASÍ samþykktur.

  Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi í dag. Já sögðu 9.274 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamningurinn var því samþykktur. Á kjörskrá voru 75.635. atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%.


  Lesa allt..


 • Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hefst þriðjudaginn 16. febrúar

  Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning aðildarfélaga ASÍ hefst kl. 08:00 að morgni þriðjudagsins 16. febrúar og stendur til kl.12:00 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar. Kjörgögn með leyniorði fyrir rafrænu kosninguna verða send út til félagsmanna Verkalýðs-og sjómannafélags Bolungarvíkur mánudaginn 15. febrúar og mega félagsmenn okkar því búast við að gögnin fari að berast til þeirra upp frá því. 


  Lesa allt..


 • Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við sveitarfélög

  Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hefst kl. 08:00 þann 1. desember og stendur hún til miðnættis 8. desember. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan verður með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við sveitarfélögin á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum síns félags.

  Til að greiða atkvæði fara félagsmenn inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins ...


  Lesa allt..


 • Nýr samningur við sveitarfélögin undirritaður

  Starfsgreinasamband Íslands (SGS) skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á áttunda tímanum í kvöld, föstudaginn 20. nóvember. SGS undirritaði kjarasamninginn í umboði eftirtalinna félaga: AFL – starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðsfélag Þórshafnar, ...


  Lesa allt..


 • Kjarasamningur undirritaður við ríkið

  Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann 1. júní árið 2016 hækka laun um 5,5%, að lágmarki 15.000 krónur auk breytinga á launatöflu. Ári síðar, eða 1. júní 2017,  hækka laun um 4,5% ...


  Lesa allt..


 • Ertu búin/n að fá launahækkun ????

  Verkalýðs-og sjómannafélag Bolungarvíkur vill minna félagsmenn sína á að frá og með 1. maí síðastliðnum hækkuðu laun félagsmanna SGS samkvæmt nýjum kjarasamningum. Launahækkunin átti að koma til útborgunar fyrst þann 1. júlí sl., ásamt leiðréttingu fyrir maí. Við hvetjum félagsmenn til að hafa samband við okkur ef launahækkunin hefur ekki skilað sér.


  Lesa allt..


 • Kosningu um kjarasamning SGS og SA lýkur kl. 12.00 22. júní

  Kosningu um kjarasamning á almenna markaðinum lýkur kl. 12:00 mánudaginn 22. júní.

  Félagar eru hvattir til að nýta sín réttindi og kjósa.


  Lesa allt..


 • Aðalfundur 2015.

  Aðalfundur Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur

  verður haldinn þriðjudaginn 16. júní í húsi félagsins að Hafnargötu 37 og hefst hann kl: 20:00

   

      Fundarefni:

  Inntaka nýrra félaga.
  Venjuleg aðalfundarstörf.
  Breyting á reglugerð vinnudeilusjóðs.
  Önnur mál.

  Stjórnin

   


  Lesa allt..


 • Umsókn um styrk úr verkfallssjóði.

  Kæru félagar, undir " eyðublöð " er nú komið eyðublað fyrir umsókn um styrk úr verkfallssjóði. Félagar geta prentað það út og fyllt út og komið því á skrifstofu félagsins, þeir sem geta ekki prentað út geta nálgast eyðublað á skrifstofu.

  Þeir sem voru í í fríi ( orlofi )  30 apríl og 6-7 maí fá ekki verkfallsbætur.

  Stjórn verkfallssjóðs.


  Lesa allt..


 • Megin kröfur í höfn.

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Auk þess var lögð áhersla á sérstakar hækkanir hjá starfsfólki í útflutningsgreinum. Órofa samstaða og kraftur félagsmanna í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins skilaði því skýra markmiði sem lagt var upp með í upphafi um  hækkun ...


  Lesa allt..


 • SGS frestar verkföllum viðræður hafnar við SA.

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.

  Frestun verkfalla verður sem hér segir:

  Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní.

  Ótímabundnu verkfalli 6. júní er ...


  Lesa allt..


 • Orlofsuppbót 2015

  Minnum félagsmenn á rétt þeirra á að fá greidda orlofsuppbót.

  Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu. 
  Athugið að vegna stöðu kjaramála hefur ekki verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, þ.e. 39.500 krónur.

  Þeir sem starfa ...


  Lesa allt..


 • SGS er ekki búið að fresta verkföllum.

  Af gefnu tilefni skal það tekið fram að Starfsgreinasamband Íslands hefur ekki átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins síðustu daga og er ekki hluti af því ferli sem verður til þess að Flóabandalagið, VR, LÍF og StéttVest ákveða að fresta verkfalli. Starfsgreinasambandið hefur því ekki tekið neina ákvörðun um að fresta verkfalli sem fyrirhugað er 28. og 29. maí né ótímabundnu verkfalli þann 6. júní. Viðræður eru alltaf tvíhliða og á meðan við höfum ekki átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þá er staðan óbreytt hvað varðar þau 15 aðildarfélög sem Starfsgreinasambandið fer með umboð fyrir. Ekki hefur verið kallað til fundar við Samtök atvinnulífsins en það má búast við því að samningafundur verði í vikunni. Upplýsingar um framvindu mála má nálgast hér á heimasíðunni og á Uppfært: Boðað hefur verið til samningafundar með Samtökum atvinnulífsins á morgun, miðvikudag, í húsakynnum ríkissáttasemjara.

  Lesa allt..


 • Starfsgreinasambandið frestar verkföllum og gefur SA tækifæri til lausna.

  Zrzeszenie Zwiazkow Zawodowych SGS zawiesilo wykonanie strajku dajac mozliwosc Federacji Pracodawcow SA dojscia do porozumienie.

  Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins.

  Með ...


  Lesa allt..


 • KÖLLUM EFTIR RAUNHÆFUM LAUSNUM: FÓLK Í FULLRI VINNU ÞARF AÐ GETA SÉÐ FYRIR SÉR

  Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hefur verið tíðrætt um tilboð sem þau gerðu verkalýðshreyfingunni og er mikilvægt að halda ákveðnum atriðum til haga í því sambandi:

  SA lýsti því yfir við fyrirtæki innan samtakanna að verkalýðshreyfingin hafi hafnað tilboðinu áður en Starfsgreinasambandið fékk að sjá nokkurt tilboð. Áður höfðu önnur landssambönd og félög innan verkalýðshreyfingarinnar greinilega fengið slíkt tilboð og hafnað því samstundis.

  Almennar launahækkanir sem SA bauð ...


  Lesa allt..


 • Næsta verkfallslota hefst á miðnætti í kvöld.

  Ekki náðist sá árangur af fundi SGS og SA í dag að tilefni væri til að fresta boðuðum aðgerðum sem áætlað er að hefjist eftir miðnætti í kvöld. Tilboð SA jafngildir 30 þúsund króna launahækkun á lægstu taxta á næstu þremur árum sem er algjörlega óásættanlegt. Næsti fundur verður hjá sáttasemjara föstudaginn 8. maí.

  Á heimasíðu SGS má lesa eftirfarandi umfjöllun um stöðu kjaraviðræðna eftir fund dagsins.

  "Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu og ...


  Lesa allt..


 • Sumarleiga orlofshúsa

                                                                                                             

  Kæru félagar :) Nú eru vikurnar sem eru lausar í orlofshúsunum okkar í sumar komnar inná orlofsvefinn.

                                                   ...


  Lesa allt..


 • Verkfallsverðir félagsins.

  Verkfallsverðir VSB reiðubúnir til starfa, frá vinstri Kamila K. Celej-Ziólkowska, Bragi Helgason og Halldór Margeir Sverrisson

  Verkfallsverðir VSB reiðubúnir til starfa kl. 13:00 í dag, frá vinstri 
  Kamila K. Celej-Ziólkowska, Bragi Helgason og Halldór Margeir Sverrisson.


  Lesa allt..


 • 1. maí kaffi.

    Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur

    Hafnargötu 37, 415 Bolungarvík

    Sími: 456-7108  GSM: 863-7108  Fax: 456-7050

    Netfang: vsb@simnet.is

    Heimasíða : ...


  Lesa allt..


 • Verkfall hefst á fimmtudag

  Félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins samþykktu með afgerandi hætti að fara í verkfall til að fylgja eftir kröfum sínum og þrýsta á um gerð nýja kjarasamninga. Þegar þetta er ritað á mánudagi 27. apríl lítur út fyrir að verkfall bresti á enda eru engar viðræður í gangi að heitið geti. Samtök atvinnulífsins hafa ekki sýnt neina tilburði til að koma til móts við kröfur SGS, þvert á móti hafa ...


  Lesa allt..


 • 100 % já hjá okkar félagi

   

   

                           Niðurstöður kosninga um verkfallsboðun hjá

                           Verkalýðs-og sjómannafélagi Bolungarvíkur.

   

   

                  Kæru félagar.

                  Hér koma niðurstöður úr ...


  Lesa allt..


 • 95 % samþykkja verkfall

  Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefjast í næstu viku. Félagsmenn SGS samþykktu aðgerðirnar með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær.

  Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál ...


  Lesa allt..


 • Kosningu lýkur í kvöld

  Kosningu um verkfallsaðgerðir lýkur á miðnætti í kvöld og fer hver að verða síðastur til að greiða atkvæði um aðgerðir. Kjörsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og er töluvert meiri en hefur verið þegar greidd eru atkvæði um kjarasamninga til dæmis. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir í fyrramálið og verða gefnar út um kl. 11. Starfsgreinasambandið hvetur alla sem eiga eftir að greiða atkvæði til að gera það ...


  Lesa allt..


 • Árangurslaus fundur : Engar tillögur frá Samtökum atvinnulífsins

  Samningafundi Starfsgreinasambandsins (SGS) með Samtökum atvinnulífsins (SA) lauk í dag í húsnæði sáttasemjara án árangurs. Fundurinn hófst 10 í morgun en stóð í skamman tíma og samninganefnd SGS yfirgaf húsið án þess að vera með nýtt tilboð frá atvinnurekendum í farteskinu. Atkvæðagreiðslu um verkfall lýkur á mánudag en náist ekki að semja hefst verkfall hjá þúsundum verkafólks þann 30. apríl. Meginkrafa SGS hefur verið að lágmarkslaun fyrir fulla vinnu fari upp í 300.000 kr. á næstu þremur ...


  Lesa allt..


 • Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin.

  Rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst kl. 08:00 í morgun og mun hún standa til miðnættis þann 20. apríl nk. Um er að ræða verkfallsboðun vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að ...


  Lesa allt..


 • Starfsgreinasambandið skipurleggur harðari aðgerðir

  Starfsgreinasambandið (SGS) hefur tilkynnt um víðtækar verkfallsaðgerðir sem bresta munu á í lok þessa mánaðar og í maímánuði, hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Um er að ræða harðari og umfangsmeiri aðgerðir en áður höfðu verið kynntar en í stað staðbundinna vinnustöðvana þá hefjast allsherjarverkföll. Aðgerðirnar ná til yfir 10 þúsund félagsmanna aðildarfélaga SGS og munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. Atkvæðagreiðsla vegna verkfallsboðunarinnar hefst mánudaginn 13. apríl kl. 8.00 og henni lýkur viku síðar á miðnætti 20. apríl. Ástæðan fyrir þessu fyrirhuguðu hertu verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eru m.a. tilraunir Samtaka atvinnulífsins til að tefja fyrir atkvæðagreiðslum launþegasamtaka og mikill baráttuvilji meðal félagsmanna aðildarfélaga Sambandsins. Upphaflega var áætlað að hefja vinnustöðvanir um miðjan þennan mánuð en vegna úrskurðar Félagsdóms varð að hefja atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar upp á nýtt. Meginkrafan af hálfu SGS hefur verið hækkun grunnlauna sem liggja nú í rúmum 200 þúsund krónum fyrir fulla vinnu og að lágmarkslaun fari þannig upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Krafan er sett fram meðal annars í ljósi mikils hagnaðar fyrirtækja og hækkana til hinna hæst launuðu í þjóðfélaginu.

  Björn Snæbjörnsson, formaður SGS: „Fólk er bara orðið reitt. Það er ekki hægt að lifa sómasamlegu lífi á þessum launum. Þegar við bætast hækkanir á matarskatti og hærri húsnæðiskostnaður þá er ljóst að staða verkafólks er orðin óviðunandi og það nær einfaldlega ekki að framfleyta fjölskyldum sínum. Félagsmenn okkar eru harðduglegt fólk sem gengur óþreytt til sinna verka gegn því að ...


  Lesa allt..


 • Undirbúningur atkvæðagreiðslu

  Undirbúningur að því að endurtaka atkvæðagreiðslu um verkfall er nú í fullum gangi. Fyrri atkvæðagreiðsla okkar var dæmd ólögmæt og því er hún endurtekin núna og greint á milli aðildarfélaga innan SGS og þeirra samninga sem kosið er um. Aldrei hefur verið dæmt í svona máli áður en ljóst er að SA ætlar að beita lagaklækjum frekar en að setjast að samningaborðinu. Atkvæðagreiðslan hefst á mánudaginn 13. apríl kl. ...


  Lesa allt..


 • Ríkisstarfsmenn fá 20.000 krónur 1. apríl.

  Í samkomulagi sem SGS undirritaði við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs 1. apríl 2014 var sérstaklega samið um eingreiðslu til handa þeim starfsmönnum sem heyra undir kjarasamning SGS við ríkið. Eingreiðslan nemur 20.000 kr. og átti að greiðast þann 1. apríl sl.  Hún miðast við þá sem voru í fullu starfi í febrúar 2015, en þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.


  Lesa allt..


 • Oświadczenie Unii Związków (Starfsgreinasamband Íslands) w n..

  Komitet negocjacyjny Unii Związków (Starfsgreinasamband Íslands) wyraża głębokie rozczarowanie z powodu nowej decyzji z Sądu Pracy w sprawie Związku Zawodowego Pracowników Elektromechanicznych Zakładów. Sprawa ta uwzględniła legalności strajku wśród techników stacji RÚV dlatego że Konfederacja Pracodawców (SA) miała wątpliwości co do legalności takiego strajku. Sąd Pracy postanovił, że nie pozwolono liczyć głosy poparcia strajku w związkach zawodowych jednocześnie. Sąd nie wziął pod uwagę, że strajk jest działanie zbiorowe.

  Biorąc pod uwagę, że obecne głosowanie wśród członków Unii Związków (Starfsgreinasamband Íslands) jest tak samo działanie ...


  Lesa allt..


 • Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna úrskurðar félagsdóms.

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, ...


  Lesa allt..


 • ATKVÆÐAGREIÐSLA Í FULLUM GANGI-GRÍÐARLEGUR MEÐBYR

  Þessa dagana stendur yfir atkvæðakvæðagreiðsla vegna verkfallsboðunar 16 félaga innan Starfsgreinasambandsins, en í henni munu ríflega 10.000 manns, þ.e. verkafólk utan höfuðborgarsvæðisins, taka afstöðu til hvort boðað verði til viðamikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi til að þrýsta á atvinnurekendur að mæta sanngjörnum launakröfum sambandsins. Það er því ekki ljóst ennþá hvort til verkfalls kemur, en það bendir aftur á móti margt til þess og sá mikli stuðningur sem SGS og ...


  Lesa allt..


 • Fjölmennur samstöðufundur í gær.

  Fjölmennur samstöðufundur var í gær meðal félagsmanna á almennum vinnumarkaði, á milli 45 til 50 félagar mættu, en þess má geta að félagar sem eru á kjörskrá og geta kosið um verkfall eru 82 hjá félaginu.Má því segja að mikill hugur sé meðal félagsmann Verkalýðs-og sjómannafélags Bolungarvíkur.

  Kynnt var reglugerð verkfallssjóðs, kosin verkfallsstjórn og farið ýtarlega yfir reglur um atkvæðagreiðslu sem hófst mánudaginn 23. mars og stendur til miðnættis 30. mars.


  Lesa allt..


 • Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin.

  Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt ...


  Lesa allt..


 • Áríðandi fundur.

  Áríðandi fundur verður haldinn í Félagsheimilinu litla sal á annarri hæð þriðjudaginn  24. mars kl. 20:00

  Fundurinn er ætlaður félagsmönnum á almennum vinnumarkaði, sem fá greitt eftir aðalkjarasamningi SGS og SA það er allir sem eru í félaginu nema þeir sem vinna hjá ríkinu eða Bolungarvíkurkaupstað.

  Fundarefni :

         Kynning ...


  Lesa allt..


 • Boða til verkfalla nema skýrri kröfu um 300 þús. króna lágmarkslaun verði mætt

  Björn Snæbjörnsson formaður SGS og Drífa Snædal framkvæmdarstjóri SGS á blaðamannafundinum á Akureyri

  Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi. Viðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins var slitið fyrir sléttri viku síðan en mikið skildi þá á milli samningsaðila og ekkert þokaðist í samningsátt. Samtök atvinnulífsins hafið haldið fast við þá stefnu að laun almenns verkafólks hækki ekki um meira en 3-4%. Í krónum talið þýðir það hækkun grunnlauna um 6.000-9.500 ...


  Lesa allt..


 • Blaðamannafundur á Akureyri í dag: næstu skref í aðgerðum vegna kjarasamninga.

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) boðar til blaðamannafundar í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, þriðjudaginn 17. mars kl. 13:30. Fundurinn fer fram í Norðursalnum á 5. hæð. Á fundinum verður kynnt áætlun um fyrirhuguð verkföll til að knýja fram endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Meðal þess sem kynnt verður er tímasetning og umfang aðgerðanna.

  Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, kynnir aðgerðirnar og verður til viðtals að fundinum loknum.


  Lesa allt..


 • VIÐRÆÐUM SLITIÐ - AÐGERÐIR UNDIRBÚNAR.

  Samninganefnd starfsgreinasambandsins lýsti í dag yfir árangurslausum viðræðum við Samtök atvinnulífsins en reynt hefur verið að ná endurnýjun kjarasamninga í nokkra mánuði án árangurs. Kröfur SGS eru skýrar: Að lægstu laun verði komin upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára svo launafólk hafi möguleika til að lifa af dagvinnulaunum. Það eru mikil vonbrigði að Samtök atvinnulífsins voru ekki tilbúin til að koma til móts við ...


  Lesa allt..


 • SGS OG SA HITTAST HJÁ SÁTTASEMJARA.

  Á morgun, þriðjudag, á samningaráð Starfsgreinasambandsins fund með Samtökum atvinnulífsins. Samningar runnu út um síðustu mánaðamót en mánuði fyrr var deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Kröfur SGS eru mjög skýrar og taka mið af því að almennt launafólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum innan þriggja ár. Félagar í SGS hafa metið það sem svo að til þess þurfi að lágmarki 300 þúsund krónur á ...


  Lesa allt..


 • FRAMKVÆMDASTJÓRI VIRK FÆR STJÓRNVÍSIVERÐLAUN

  Framkvæmdastjóri VIRK, Vigdís Jónsdóttir, hlaut viðurkenningu Stjórnvísis 2015 sem besti yfirstjórnandinn en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands afhenti verðlaunin.

  Í rökstuðningi Stjórnvísi segir m.a. að árangur og ávinningur af starfsemi VIRK, sem stofnað var árið 2008, sé mjög mikill þar sem það hefur á undanförnum árum skilað þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði. Þá er Vigdísi ...


  Lesa allt..


 • ÖLLUM TRYGGÐ ATVINNUTENGD STARFSENDURHÆFING

  Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins um hvernig framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða skuli háttað. Þetta samkomulag mun því binda enda á þá óvissu sem hópar sem standa utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu hjá VIRK- starfsendurhæfingarsjóði. Samkomulagið tryggir að öllum sem á þurfa að halda er nú tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing til að verða virkir á vinnumarkaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra mun fá ...


  Lesa allt..


 • KRÖFUR SGS Í KOMANDI KJARASAMNINGSVIÐRÆÐUM VIÐ SA.

  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) afhenti Samtökum atvinnulífsins í dag kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga.

  Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana. Þær urðu þannig til í víðtæku, lýðræðislegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem öllum félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif.

  Meginkröfur Starfsgreinasambandsins eru ...


  Lesa allt..


 • ÁLYKTUN FORMANNAFUNDAR SGS UM VAXTAMÁL.

  Svohljóðandi ályktun var samþykkt á formannafundi SGS föstudaginn 27. febrúar 2015:

  Formannafundur SGS tekur undir gagnrýni um mikinn og ólíðandi vaxtamun viðskiptabankanna á Íslandi. Það liggur fyrir að mörg heimili og fyrirtæki hérlendis berjast í bökkum vegna þeirra okurvaxta sem þeim standa til boða.

  Það liggur líka fyrir að sá vaxtamunur sem hér ríkir þekkist varla í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Þessi mikli vaxtamunur og okurvextir leggjast þungt á skuldsetta alþýðu þessa ...


  Lesa allt..


 • Kæru Félagsmenn

  Kæru félagsmenn :)  Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

                                                     


  Lesa allt..


 • ATH ATH

  Kæru félagsmenn frá og með 1.janúar 2015 verður breyting á leiguskilmálum íbúðanna.  Þegar þið pantið íbúð þá þurfið þið að vera búin að greiða fyrir hana áður en þið fáið lyklana í hendurnar.


  Lesa allt..


 • Laus Íbúð

  Kæru félagsmenn :)

  Langaði að vekja athygli á að íbúðin að Lómasölum 6-8 er laus frá 20-29 des ef einhverjum langar að dvelja í Reykjavík yfir jólin :)


  Lesa allt..


 • Aðalfundur 2014

  Aðalfundur Verkalýðs-og sjómannafélags Bolungarvíkur verður haldinn í húsi félagsins þriðjudaginn 26.ágúst kl 20:00.

  1. Venjuleg aðalfundarstörf.

  2. Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs.

  3. Önnur mál.

  Stjórnin.


  Lesa allt..


 • Samningur við sveitarfélögin samþykktur

  Samningur við sveitarfélögin samþykktur í atkvæðagreiðslu.

  Starfsfólk sveitarfélaga í 13 aðildarfélögum SGS hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 1. júlí síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Já sögðu 78,84% en nei sögðu 21,16%. Alls voru 2.515 félagar á kjörskrá en 378 greiddu atkvæði (15% kjörsókn). Starfsgreinsambandið undirritaði kjarasamning í umboði eftirtalinna félaga: AFL – starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran ...


  Lesa allt..


 • Kosningar um kjarasamninga

  Kosningar um kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands við sveitafélögin hefst á morgun 11.júlí kl 12:00. Kosningunni lýkur á miðnætti þann 21.júlí   Kosningin er rafræn þannig að félagar fara inná vef sgs.is og kjósa þar.  Ef félagar þurfa aðstoð eða upplýsingar um hvernig kosið skal þá vinsamlegast hafið samband við Lárus í síma 863-7108.


  Lesa allt..


 • Starfsgreinasamband undirritaði samninga

  Starfsgreinasamband Íslands undirritaði samninga við Samband Íslenskra sveitarfélaga í gærkveldi fyrir hönd þrettán aðildarfélaga sinna (AFL starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands og ...


  Lesa allt..


 • Fréttir & greinar

  Félagið óskar sjómönnum svo og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

  1.maí 2014. Innilega til hamingju með daginn kæru félagsmenn .

  Innilega til hamingju með heimasíðuna ykkar LOKSINS :)  Sumir efnisflokkarnir eru enn í vinnslu t,d myndasafn en allt það helsta er komið inn :)  Á þessari síðu verður fréttaveitan ykkar.


  Lesa allt..


 • ATH ATH

  Kæru Félagsmenn þann 1. janúar 2015 verða breytingar á hvað varðar leigu á íbúðunum ykkar.  Þegar þið pantið íbúð þá þurfið þið að vera búin að greiða fyrir hana áður en þið fáið lyklana í hendurnar.


  Lesa allt..
© Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur

Hafnargötu 37, 415 Bolungarvík • kt. 650974-0189 • Sími: 456-7108

Stéttarfélagsnúmer: 174

Iðgjöld til félagsins má greiða inn á eftirfarandi reikning: 0174-26-14451 kt. 650974-0189

Frekari upplýsingar fyrir launagreiðendur eru hérna

Opnunartími:

Þriðjudag til föstudags frá 09:00 til 12:00


Hafa samband  Vafrakökustefna 

Webmaster: Styx/mh