Annasamir dagar

Það hafa verið nokkuð annasamir dagar hjá forystufólki Starfsgreinasambandsins undanfarið. Eitt af þeim atriðum sem skipta miklu máli er að halda félagsmönnum okkar og almenningi upplýstum um gang mála í viðræðunum. Að loknum fundi viðræðunefndar SGS með Samtökum atvinnulífsins í gær þar sem samþykkt var að vísa kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara skýrði formaður SGS, Björn Snæbjörnsson, þá ákvörðun og stöðuna almennt fyrir spenntum fjölmiðlamönnum.


Til baka