Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur

Afsláttarkort

Afsláttarkort í Hvalfjarðargöng
Á skrifstofu félagsins er hægt að kaupa miða í Hvalfjarðargöngin. Aðeins 500 krónur hver miði fyrir félagsmenn, en 700 krónur fyrir aðra. Fyrir þá sem borga við göngin þá kostar stök ferð kr. 1.000. Félagsmenn sem aka fram og tilbaka spara sér því kr. 1.000 ef þeir koma við á skrifstofu félagsins og kaupa miða áður en lagt er af stað.

 
 

Veiðikortið

Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 38veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra.
Nú gefst fólki loksins kostur á að stoppa við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í vatninu og þar fram eftir götum.
 
Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir.  Einnig eru grunnupplýsingar á ensku í bæklingnum. Allur texti í bæklingi má finna á www.veidikortid.is bæði á íslensku og ensku.

 

Útilegukortið
Markmiðið með stofnun Útilegukortsins er að gefa íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um land. Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin. Útilegukortið kostar 15.900 krónur, en félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur fá kortið á 11.000 krónur.

Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. 

 

 © Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur