Veiðikortið

Fátt er betra en að komast út fyrir bæinn, í faðmi vina eða fjölskyldu, og stunda vatnaveiði út í guðsgrænni náttúrunni, fjarri skarkala borgarlífsins. Samhliða veiðinni er gaman að fylgjast  með fuglum og öðru lífi við vötnin, eða bara njóta fallegs landslags eða friðsældar óbyggðanna. Hvar sem maður er staddur á landinu er stutt í næsta stöðuvatn og það þarf ekki endilega að skipuleggja vatnaveiðitúr með miklum fyrirvara.  Margir skjótast jafnvel til veiða eftir langan vinnudag og geta þá notið nokkurra klukkutíma í faðmi náttúrunnar með veiðistöng að vopni.

Veiðikortið fæst á skrifstofu Vsbol.