Verklagsreglur um fyrirkomulag á greiðslum dagpeninga og styrkja

1. Umsóknir
1.1. Leggja skal fram skriflega umsókn til sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum ásamt öllum þeim fylgigögnum sem krafist er að fylgi umsókn.
1.2. Skrifleg eyðublöð má að nálgast á skrifstofu félagsins og á heimasíðu félagsins.
1.3. Ekki er heimilt að afgreiða umsóknir nema þær séu út fylltar á fullnægjandi hátt og öll nauðsynleg fylgiskjöl liggi fyrir.
1.4. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd.
1.5. Með staðfestingu umsóknar heimilar félagsmaður að félagið sannreyni réttmæti gagna s.s. kvittana og framlagðra læknisvottorða og veitir félaginu heimild til þess að afla frekari gagna sem
afgreiðsla umsóknarinnar getur byggt á.
1.6. Einungis þeir sem sannanlega greiða eða er greitt af til sjóðsins og verið er að greiða fyrir til sjóðsins þegar réttur myndast eiga rétt í sjóðnum sjá þó 6. gr. (atvinnuleysir/fæðingarorlof) og 7. gr.
(samskipti sjúkrasjóða) reglugerðar sjóðsins.
1.7. Óheimilt er að greiða dagpeninga eða styrki inná bankareikning á nafni annars en umsækjanda nema fyrir liggi skriflegt umboð staðfest af vottum.
1.8. Gefi umsækjandi rangar eða villandi upplýsingar sem áhrif geta haft á réttindi getur viðkomandi misst rétt til styrkja/dagpeninga úr sjóðnum. Heimilt er að endurkrefja félagsmann um þegar greiddar styrki/dagpeninga sem aflað er með sviksamlegum hætti.

2. Umsóknarfrestir og úthlutun
2.1. Dagpeningar eru greiddir út mánaðarlega síðasta virka dag mánaðar. Umsóknir um dagpeninga og fylgigögn þurfa að jafnaði að berast tveimur dögum fyrir úthlutun eða síðasta virka dag á undan nema annars sé sérstaklega getið á heimasíðu félagsins.
2.2. Starfsmaður/formaður hefur heimild félagsstjórnar til að afgreiða alla dagpeninga og styrki.
2.3. Styrkir eru greiddir út á tveggja vikna fresti, annan og fjórða föstudag hvers mánaðar eða síðasta virka dag á undan. Upplýsingar um úthlutunardaga koma fram á heimasíðu félagsins. Ef breytingar verða er þeirra getið á heimasíðu félagsins. Umsóknir um endurhæfinga- og forvarnarstyrki og styrki vegna sjúkra- og slysakostnaðar fylgigögn þurfa að jafnaði að berast tveimur dögum fyrir úthlutunardag.
2.4. Telji starfsmaður/formaður verulegan vafa á réttmæti umsóknarskal hann kynna stjórn félagsins ástæður þess.
2 . 5 . Komi upp vafaatriði er gætu haft fordæmisgildi varðandi síðari umsóknir úr sjóðnum skal vísa máli til stjórnar félagsins til úrskurðar.
2.6. Ekki eru gerðar undantekningar á greiðsludögum nema ljóst sé að mistök hafi orðið við afgreiðslu umsóknar og að þess vegna hafi greiðsla ekki verið innt af hendi.

3. Gögn sem fylgja þurfa umsókn
3.1. Rétt út fyllt umsókn og nauðsynleg gögn verða að liggja fyrir til að sjóðfélagi geti fengið greitt úr sjóðnum.
3.2. Rétt út fylltar umsóknir og fylgigögn þurfa að berast á réttum tíma að öðrum kosti frestast afgreiðsla til næstu úthlutunar. Fylla skal út í alla reiti um persónuupplýsingar.
3.3. Starfsmanni sjóðsins er heimilt að óska eftir þýðingu gagna t. d. frá löggiltum skjalaþýðanda. Umsækjandi ber kostnað af þýðingu.
3.4. Bankaupplýsingar þurfa að fylgja öllum umsóknum. Þar sem greiðslur sjúkrasjóðs eru færðar rafrænt valda rangar upplýsingar um reikningsnúmer því að greiðsla til viðkomandi er ekki greidd á réttum tíma.
3.5. Vegna samninga um réttindaflutning milli sjúkrasjóða ASÍ félaga er nauðsynlegt að geta um greiðslur annarra sjúkrasjóða ASÍ félaga á umsókn. Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu sjúkra- og
slysadagpeninga eða styrkja úr sjúkrasjóði eins verkalýðsfélags innan ASÍ, öðlast þann rétt hjá sjúkrasjóði félagsins eftir að hafa greitt til sjóðsins í einn mánuð, enda hafi hann fram að því átt rétt
hjá fyrri sjóðnum. Þegar sótt er um styrki/ sjúkradagpeninga skal umsækjandi leggja fram yfirlit um veitta styrki/sjúkradagpeninga sem hann hefur þegið úr öðrum sjúkrasjóðum sl. 36 mánuði.
3.6. Gögn sem þurfa að fylgja umsóknum um forvarnar- og endurhæfingarstyrki og styrki vegna sjúkra- og slysakostnaðar:
3.6.1. Frumrit sundurliðaðra reikninga sem sannanlega hafa verið greiddir, í nafni félagsmanns með nafni og kennitölu umsækjanda. Á reikningunum þarf að vera útgáfudagur reiknings,
áritun/stimpill/merki þess er gefur reikninginn út með upplýsingum um nafn, starfsheiti, kennitölu og heimilisfang eða símanúmer. Til viðbótar þarf að skila staðfestingu á greiðslu reiknings t.d. úr íslenskum heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi fyrirtæki. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
3.6.2. Upplýsingar um fjölda skipta og dagsetningar meðferða þar sem við á s.s. vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranuddi, kírópraktor, sálfræðingi, lækni o.fl. sem aðeins sjóðfélagi hefur nýtt sér
eða kaupa á vöru eða þjónustu sem aðeins sjóðfélagi hefur nýtt sér skal koma fram á reikningi.
3.6.3. Umsóknum um styrk vegna áfengismeðferðar skal fylgja staðfesting á meðferðarúrræði frá meðferðar aðila, vinnuveitendavottorð ásamt beiðni um nýtingu persónuafsláttar.
3.6.4. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að óska eftir frumriti reiknings sem áður hefur verið sendur til sjóðsins, áður en útborgun á sér stað.
3.6.5. Vegna umsóknar um styrk vegna þjónustu sem er keypt erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli sem inniheldur sundurliðaða kostnaðarskiptingu. Einnig þarf að fylgja með bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum. Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Starfsfólki sjóðsins er heimilt að kalla eftir þýðingu frá löggiltum skjalaþýðanda. Umsækjandi greiðir kostnað við slíkt.
3.7. Gögn sem þurfa að fylgja umsóknum um dagpeninga úr sjóðnum:
3.7.1. Læknisvottorð. Við umsókn um sjúkradagpeninga verður að leggja fram fullgilt læknisvottorð á íslensku. Ef læknisvottorðið er tímabundið er umsækjenda bent á að endurnýja það og koma til Sjúkrasjóðs félagsins, standi óvinnufærni lengur en upphaflegt vottorð sagði til um.
3.7.2. Læknisvottorð skal að meginreglu ekki vera eldra en mánaðargamalt. Læknisvottorð eldri en mánaðargömul frá því réttur skapaðist hjá sjóðnum eru að jafnaði ekki tekin gild þegar sótt er um sjúkradagpeninga eða styrki nema sérstaklega standi á. Stjórn sjóðsins er heimilt að veita undanþágu frá þeirri reglu þegar sérstaklega stendur á.
3.7.3.4. Launaseðlar/iðgjaldavottorð síðustu sex eða tólf mánaða eftir atvikum hafi umsækjandi greitt til annarra stéttarfélaga ASÍ á tímabilinu.
3.7.4. Staðfesting atvinnurekanda á að veikindaréttur hjá atvinnurekanda sé tæmdur og upplýsingar um dagsetningu síðustu launagreiðslu frá atvinnurekanda.
3.7.5. Upplýsingar um stöðu nýtingar persónuafsláttar úr staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra sem má nálgast á rsk.is ef umsækjandi óskar eftir að persónuafsláttur sé nýttur. Beiðni um nýtingu
persónuafsláttar.
3.7.6. Þegar sótt er um styrki/ sjúkradagpeninga skal umsækjandi leggja fram yfirlit um veitta styrki/sjúkradagpeninga sem hann hefur þegið úr öðrum sjúkrasjóðum sl. 36 mánuði.
3.7.7. Önnur gögn eftir því sem við á, s.s. frá Tryggingarstofnun ríkisins, upplýsingar um greiðslur frá öðrum aðilum.
3.8. Gögn sem þurfa að fylgja umsóknum um dánarbætur úr sjóðnum:
3.8.1. Dánarvottorð.
3.8.2.Ef félagsmaður skilur eftir sig börn undir 18 ára aldri er krafist staðfestingar frá Þjóðskrá Íslands.
3.8.3. Sé óskað eftir að greitt sé inn á bankareikning á nafni annars en hins látna þarf yfirlýsingu um lögerfingja frá sýslumanni og umboð annarra lögerfingja til handa þeim sem sækir um.

4. Dagpeningar
4.1. Útreikningur dagpeninga miðast við almanaksdaga, að meðaltali 30 daga í mánuði.
4.2. Greiðslur dagpeninga vegna alvarlegra veikinda barna og maka skv. gr. 5.b) og 5.c) í reglugerð sjúkrasjóðs koma einungis til greina vegna mjög alvarlegra veikinda og verða að krefjast sérstakrar umönnunar af hálfu félagsmanns samkvæmt læknisvottorði. Sömu reglur gilda um þau læknisvottorð og önnur læknisvottorð. Sé um vafamál að ræða eru þau metin sérstaklega af stjórn félagsins
4.3. Réttur til dagpeninga í veikinda- og slysaforföllum fyrnist sé hans ekki vitjað innan tólf mánaða frá því að bótaréttur skapaðist og á einungis við þegar félagsmaður hefur tæmt veikindarétt hjá atvinnurekanda.

5. Forvarnar- og endurhæfingarstyrkir og styrkir vegna slysa- og sjúkrakostnaðar.
5.1. Veittir eru styrkir til sjóðsfélaga í formi forvarnar- og endurhæfingarstyrkja og styrkja vegna slysaog sjúkrakostnaðar.
5.2. Til þess að eiga rétt á styrkjum skv. gr. 5.1 þarf félagsmaður að hafa greitt félagsgjöld til félagsins næstliðna 6 mánuði eða hafa öðlast rétt í sjúkrasjóði annars aðildarfélags ASÍ skv. 7. gr. reglugerðar sjóðsins. Réttur til dagpeninga samkvæmt greinum 5.a)., 5.b), og 5.c) í reglugerð sjúkrasjóðs félagsins er sjálfstæður og aðskilinn.
5.3. Réttur til greiðslna styrkja úr sjúkrasjóði stofnast eftir að félagsmaður hefur greitt til sjóðsins í 6 mánuði sjá þó grein 7 í reglugerð sjúkrasjóðs um réttindaflutning á milli ASÍ félaga. Reikningur skal dagsettur eftir að félagsmaður hefur greiðslu iðgjalda í sjóðinn.
5.4. Greiðslukvittanir mega ekki vera eldri en 12 mánaða m.v. að réttindi liggi fyrir þá. Réttindi miðast við dagsetningu nótu.
5.5. Greiddir eru eftirfarandi styrkir:
a) Sjóðfélagi sem greitt hefur verið af til sjóðsins síðustu 12 mánuði fær greiddan fæðingarstyrk sem nemur kr. 60.000,00 enda sé greitt iðgjald til félagsins af viðkomandi í fæðingarorlofi.
b) Sjóðurinn greiðir styrk vegna glasafrjóvgunar 100.000. kr í eitt skipti og til tæknisæðingar 25.000 kr. einu sinni á ári til sjóðfélaga sem greitt hefur verið af til sjóðsins síðasliðna 12 mánuði.
c) Heimilt er að greiða sjóðfélaga sem hefur verið í fullu starfi næstliðna 12 mánuði styrk vegna dvalar á Heilsustofnun í Hveragerði. Styrkupphæð er að hámarki 5000. kr. á dag í allt að 4 vikur. Sjóðfélagi í hlutastarfi fær greitt hlutfallslega. Umsókn skal fylgja læknisvottorð frá þeim lækni sem sendi viðkomandi til dvalarinnar og dagsett kvittun frá Heilsustofnun.
d) Sjóðurinn endurgreiðir sjóðsfélögum kostnað vegna krabbameinsleitar, hafi verið greitt af þeim til sjóðsins síðustu 12 mánuði.
e) Sjóðsfélagar fá styrk vegna endurhæfingar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, allt að 25 skipti á hverju almanaksári, hafi verið greitt af viðkomandi til sjóðsins síðustu 12 mánuði. Endurgreidd eru
50% kostnaðarhluta sjúklings skv. reikningi frá viðkomandi stofnun, enda sé meðferðin samkvæmt tilvísun frá lækni.
f) Í desembermánuði ár hvert skal verja, samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni, ákveðinni upphæð til félagsmanna sem eru óvinnufærir vegna örorku eða orðnir 67 ára.
g) Styrkur vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags eða fjölskylduráðgjafa. Miðað er við að meðferðaraðili falli ekki undir afsláttarkjör hjá Tryggingastofnun,
svo sem eins og t.d. á við um geðlækna. Greitt er allt að kr. 5.000,- fyrir hvert skipti vegna sjóðfélaga sem greitt hefur verið af til sjóðsins næstliðna 12 mánuði. Þó er aldrei greitt meira en sem nemur 50% af kostnaði í allt að 12 skipti á hverju almanaksári. Umsókninni skal fylgja frumrit af dagsettri kvittun fyrir meðferðinni, sem og ljósrit af síðasta launaseðli.
h) Greidd ur er styrkur vegna tannlækninga sjóðfélaga, að hámarki 40.000 kr. á hverju almanaksári en þó aldrei meira en 50% af kostnaði hverju sinni. Skilyrði er að greitt hafi verið af viðkomandi til sjóðsins síðustu 12 mánuði.
i) Styrkir vegna stafliðanna a) b) c) e) g) h) til þeirra sem greitt er hlutfallslegra lægra iðgjald af en 1 % er heimilt að skerða í sama hlutfalli og iðgjald er lægra en 1 %.
5.6. Styrkupphæð getur aldrei orðið hærri en kostnaðarverð skv. reikningi.
5.7. Styrkupphæðir miðast við félagsgjöld af lágmarkslaunum fyrir fullt starf.
5.8. Fjárhæðir styrkja skulu endurskoðaðar af félagsstjórn árlega og kynntar á aðalfundi.
5.9. Stjórn er heimilt að afnema styrki tímabundið krefjist fjárhagsafkoma sjóðsins þess.
5.10. Iðgjaldatengdir styrkir Greiddir eru styrkir til félagsmanna vegna líkamsræktar, myndatöku vegna sjúkdóma og slysa og kostnaður vegna hjálpartækja s.s. gleraugna og heyrnartækja ef ekki koma til greiðslur frá T.R. Einnig styrkir vegna sjónlagsaðgerða ( laser ) og lesblindugreiningar. Styrkir eru greiddir vegna meðferðar og lyfja við tóbaksfíkn. Upphæð skal miða við 50% af útlögðum kostnaði skv. reikningi, að hámarki 40% af iðgjöldum viðkomandi í sjúkrasjóð síðustu 36 mánuði. Sjóðsfélagi sem látið hefur af störfum og greitt var af til sjóðsins a.m.k. síðasta árið fyrir starfslok getur nýtt þá inneign sem hann átti við starfslok á næstu 5 árum.
5.11. Stjórn er heimilt að afnema styrki tímabundið krefjist fjárhagsafkoma sjóðsins þess.

6. Breytingar á reglum þessum
6.1. Breytingar á reglum þessum verða aðeins gerðar á fundi félagsstjórnar og þurfa þær að vera samþykktar með einföldum meirihluta greiddra atkvæða. Skulu breytingar kynntar á aðalfundi. Tillögum að breytingum á reglum þessum skal getið í fundarboði.

Samþykkt á aðalfundi þann 17.maí 2024.