Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3. – 8. ágúst 2021. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir íslensk börn sem fæðst hafa eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi, en námskeiðið er þó opið öllum börnum. Á sama tíma er boðið upp á Töfraútivist í Önundarfirði fyrir 12-16 ára unglinga. Á lokadegi námskeiðanna, sunnudaginn 8. ágúst verður Töfraganga sem er uppskeruhátíð þátttakenda beggja námskeiða og fjölskyldna þeirra. 

Þátttökugjald á Tungumálatöfra er 25.900 krónur á barn / 45.500 krónur fyrir 2 systkini / 61.000 krónur fyrir 3 systkini. Þátttökugjald á Töfraútivist er 29.000 á barn /  55.000 fyrir 2 systkini. Námskeiðið er frá 10-14 dag hvern og boðið er upp á léttan hádegisverð. 

50% afsláttur á námskeiðsgjöldum er fyrir félaga Verkvest / Fosvest / Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur sem vilja senda börnin sín á Tungumálatöfra. Vinsamlegast skrifið í athugasemdir í skráningarformið ef þið tilheyrið þeim og viljið nýta afsláttinn.

Umsóknareyðublað fyrir Tungumálatöfra.

Umsóknareyðublað fyrir Töfraútivist

Nánari upplýsingar á Facebooksíðu Tungumálatöfra og á tungumalatofrar@gmail.com