Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Sjóðurinn tók formlega til starfa 1. júní 2005.
Markmið sjóðsins er annars vegar að efla símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma.
 
Hlutverk
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:

Þróunar-og stofnanadeild
Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stofnunum og vinnuveitendum sem í sjóðinn greiða
Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stéttarfélögum sem að sjóðnum standa
Fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Starfs-og símenntunardeild
Veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna, til þess að þeir geti átt kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar

Hvernig er sótt um styrk?
Einstaklingar sækja um styrk á þar til gerðum eyðublöðum hjá viðkomandi stéttarfélagi sem sér um afgreiðslu í umboði Ríkismenntar.
Stéttarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sækja um styrk til stjórnar með því að senda bréf þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna viðkomandi fræðsluverkefna.

Ríkismennt býður upp á verkefnið “Fræðslustjóri að láni”
Ríkisstofnanir geta gert samning við Ríkismennt og fleiri fræðslusjóði um fræðslustjóra að láni í ákveðinn tíma til þess að greina fræðsluþarfir og í kjölfarið gert fræðsluáætlun sem hentar. Sjá nánar á www.fraedslustjori.is

Samstarfssamningur Ríkismenntar og Fræðslusetursins Starfsmenntar
Félagsmenn í aðildarfélögum innan SGS geta sótt námskeið sem Fræðslusetrið Starfsmennt heldur vítt og breitt um landið. Ríkismennt mun skv. samningnum greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna ríkisstofnana sem heyra undir sjóðinn.

Sjá nánar hérna!