Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar sem nálgast má gagnlegar upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda, atkvæðagreiðslu o.fl. Upplýsingar um samninginn á ensku og pólsku eru væntanlegar.
Félagsmenn sem starfa skv. umræddum samningi eru hvattir til að að kynna sé samninginn vel og nýta atkvæðisrétt sinn, en rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á hádegi miðvikudaginn 13. mars næstkomandi og stendur til kl. 09:00 að morgni 20. mars.
Fara á síðu https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-sa-2024-2028/