Kallabúð Lómasalir 6-8

Íbúðin er leigð með húsgögnum,svefnstæðum,eldhús-og borðbúnaði og öðrum lausamunum sem ekki verða taldir upp í samningi þessum. Svefnpláss er fyrir 4-5
Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í íbúðina eftir kl 15:00. Íbúðin skal rýmd eigi síður en 12:00 brottfarardag.
Ekki er leyfilegt að hafa með sér heimilisdýr. Einnig eru reykingar stranglega bannaðar.
Leigjandi ber ábyrgð á íbúðinni og öllum búnaði hennar meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að BÆTA það tjón sem verða af hans eða þeirra völdum sem dveljast í íbúðinni á leigutíma. Leigjanda ber að tilkynna strax til Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur um allar skemmdir sem kunna að verða. Vinsamlegast ekki skilja eftir tómar flöskur og/eða dósir í íbúðinni. Leigutaka er algjörlega óheimilt að framselja samning þennan án leyfis Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur.
Ef nauðsyn ber að höndum hafið þá samband við formann félagsins Hrund Karlsdóttir í síma 8472190 eða á skrifstofu félagsins í síma 456-7108
Vikan: 35.000kr.
Helgarleiga: 26.000 kr.
Þrír sólahringar: 23.000 kr.
Auka sólahringur: 7000 kr.
Sólahringurinn fyrir utanfélagsmenn : 8000 kr.